Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar 5. september 2011 06:00 Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar