Heimsmet í endurvinnslu loforða 8. september 2011 06:00 Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun