Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar