Sjálfboðaliðar efla samfélagið 16. september 2011 06:00 Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar