Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis 16. september 2011 06:00 Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun