
Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn
Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar?
Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni.
Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu?
Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn.
Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund?
Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar