Skálholt – Nýr biskup 17. september 2011 06:00 Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun