Er tóbak fíkniefni? Magnús Jóhannsson skrifar 27. september 2011 06:00 Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun