Allar hliðar máls 28. september 2011 06:00 Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum. Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. september sl. segir Pawel Bartoszek stærðfræðingur Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) hafa tilhneigingu til að kenna saklausu fólki um eigin ófarir í rannsóknum sínum á alvarlegum umferðarslysum. Samkvæmt lögum miðar starfsemi RNU að því að leiða í ljós sennilegar orsakir umferðarslysa til að afstýra slysum af sömu eða líkum orsökum og stuðla með því að auknu öryggi í umferðinni. Gerir hún tillögur til úrbóta um umferðaröryggi til viðeigandi stjórnvalda, eftir því sem rannsóknir á orsökum umferðarslysa gefa tilefni til. Greining nefndarinnar er þverfagleg og miðar að því að fækka slysum eða draga úr meiðslum, burtséð frá sekt eða sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði í rýni nefndarinnar. Orsök slyss má oft rekja til rangrar hegðunar tiltekins einstaklings en að auki hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir slysið eða draga úr meiðslum með öðrum hætti og ber nefndinni að benda á allar hliðar máls. Skýrslur um einstök mál eru gefnar út og birtar án persónuauðkenna á vef nefndarinnar. Pawel er ekki athugull á allar hliðar máls í staðhæfingum sínum í grein sinni. Hann nefnir dæmi og tiltekur aðeins útvalin atriði af mörgum í orsakagreiningu nefndarinnar og ábendingum, sem hún telur hafa þýðingu vegna viðkomandi slysa. Störf RNU eru ekki hafin yfir gagnrýni, en skrif þessi gefa ekki sanna mynd af niðurstöðum nefndarinnar í þessum málum. Að því er varðar slys þar sem gangandi vegfarandi lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun nefndarinnar um að engin gangbraut var á slysstað þó svo að op væri í grindverki á miðeyju sem gaf til kynna gönguleið eða um nauðsyn heildstæðrar endurskoðunar á hvernig hægt er að bæta öryggi gangandi vegfarenda á viðkomandi götu. Í öðru dæmi sínu getur Pawel t.d. ekki um ábendingu um að skoða þurfi almennt aðgengi og öryggi við bílastæðahús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu bílastæðahúsa skapi hættu fyrir alla vegfarendur. Þá tekur hann dæmi af skelfilegu banaslysi þar sem barn varð fyrir bifreið ökuníðings, sem flúði af vettvangi og fannst aldrei. Sleppir Pawel umfjöllun nefndarinnar sem fordæmir hegðun ökumanns, sem var meginorsakavaldur slyssins og lagði m.a. til að hámarkshraði verði lækkaður þar sem slysið varð til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Skýrslur nýttar sem fræðsluefni. Hvetur nefndin ökumenn, hjólreiðamenn, skokkara, bifhjólamenn, fagfélög og fyrirtæki t.d. í flutningastarfsemi til þess að kynna sér skýrslur nefndarinnar er varða umferðarslys á þeirra vettvangi. Telur nefndin jafnframt að æskilegt sé að skýrslur RNU og aðrar skýrslur sem gefnar eru út um umferðaröryggismál hér á landi og erlendis, séu nýttar sem stoðgögn í rannsóknar– og verkefnavinnu nemenda í skólum um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Efni eins og RNU birtir gefur tækifæri til að sjá fræðilega niðurstöðu á rannsóknum á orsökum umferðarslysa og tillögur til úrbóta. Þetta efni á að nota. Gæti heimildavinna nemenda með upplýsingar um atvik, tölfræði o.fl. við rannsóknir og fyrirlestra haft forvarnargildi gegn áhættuhegðun í umferðinni og verið liður í umferðaröryggisstefnu meðal ungs fólks. Sem sjálfstætt afmarkað kennsluefni um akstur bifreiða, hjólreiðar, bifhjólaakstur og gangandi vegfarendur og/eða t.d. sem liður í kennslugreinum eins og eðlisfræði, stærðfræði, heilbrigðisfræðum o.fl. Skylt er að geta þess að stjórnvöld umferðaröryggismála hafa nánast undantekningarlaust tekið ábendingum nefndarinnar á málefnalegan hátt og nýtt þær til að efla umferðaröryggið. Að mati nefndarinnar hafa aðrir, sem hún hefur beint ábendingum og athugasemdum að, gert það með sama hætti. Vinnum saman gegn umferðarslysum með því að efla ábyrgðarkennd, víðsýni og þekkingu, sjálfstraust og gagnrýna hugsun í samfélaginu. Aukin fræðsla að þessu leyti mundi styðja þau markmið stjórnvalda að draga úr fjölda látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun