Viljum við enn vera í skotgröfum? 28. september 2011 06:00 Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun