Viljum við enn vera í skotgröfum? 28. september 2011 06:00 Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ekki var alveg auðvelt að skilja röksemdirnar fyrir því. Helst var að skilja að annars vegar væri heimurinn flóknari en hann hefði verið og hins vegar væru aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin hornsteinar að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands. Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sammála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einmitt vegna þess að heimurinn hefur breyst er rétt að freista þess að ná samstöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best tryggt í framtíðinni. Öryggi landsins er ekki lengur aðeins ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum heldur einnig mengun, netárásum og tölvuglæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi málefni heyra ekki öll undir utanríkisráðuneytið breytir því ekki að horfast þarf í augu við þau og takast á við þau. Það er sannast segja léleg afsökun þess stjórnmálaflokks sem hafði forystu í utanríkismálum fram á síðustu ár að vilja ekki takast á við verkefnið vegna verkaskiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga að horfa framhjá tækniatriðum af þessu tagi þegar þeir takast á við viðamikil verkefni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu. Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr hernaðarvá á norðurslóðum. Auðvitað er nauðsynlegt að halda vöku sinni að því leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra samhengi og lítum til allra þeirra þátta sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvarta gjarnan undan skorti á samráði. Það skýtur því skökku við, þykir mér, að greiða atkvæði gegn því að samráð verði á milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins. En kannski vilja sjálfstæðismenn endurlífga þann skotgrafahernað sem ríkti í utanríkismálum á dögum kalda stríðsins. Við hin höfðum vonað að hægt væri að varða veginn fram á við í þessum efnum þó að ekki verði allir sammála um alla hluti. Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það óþarft. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skotgrafahernaður sé enn á óskalista einhverra.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar