Að velja fyrirmynd 29. september 2011 06:00 Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar!
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar