Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar