Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar 8. október 2011 00:01 Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun