Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar 8. október 2011 00:01 Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun