Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. október 2011 06:00 Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun