Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 11:15 Hannes Sigurbjörn Jónsson, til vinstri, á stjörnuleik KKÍ í fyrra. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira