Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun