Allt að gerast í ferðamálum! Katrín Júlíusdóttir skrifar 15. október 2011 06:00 Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölgun frá síðasta ári með tilheyrandi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunnar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til greinarinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vantað svo hægt sé að efla stuðningskerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hagsmunaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar samstöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsumhverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er mikilvægt skrefSíðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferðamálum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnugreinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafalaust stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, en lög um hann voru samþykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlutverk í uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóðast einnig tækifæri til að fjármagna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferðaþjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðningi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrirtækja og áhugafólks um heilsuferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt áriðStærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjónustu á Íslandi. Ekki er einungis um landkynningu að ræða því samhliða hafa Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðnum er ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyrirtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambærilega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun