Allir þessir hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. október 2011 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun