Plan B: Amma borgar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 21. október 2011 17:00 Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu.
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar