Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða Össur Skarphéðinsson skrifar 22. október 2011 06:00 Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna. Núna, tveimur árum eftir að Jóhanna og Steingrímur hófu að breyta skattkerfinu, er hægt að mæla árangurinn. Niðurstaðan er sú, að á einungis tveimur árum hefur tekist að færa yfir á hin breiðari bök samfélagsins verulegar skattbyrðar af millistéttinni og láglaunafólki, sem sannarlega liðu fyrir gömlu skattastefnuna. Það er sögulegur árangur á svo skömmum tíma. Árangursríkar jöfnunaraðgerðirJóhanna og Steingrímur slógu nýjan tón strax sumarið 2009 þegar þau birtu „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“. Þar var lýst með skýrum hætti leiðum til að mæta tekjufalli ríkissjóðs og hnitmiðuðum aðgerðum til að vinda ofan af ranglátri skattastefnu. Aðall hinnar nýju stefnu sem byggð var á norræna módelinu var félagslegt öryggi, jafnræði og sanngjörn dreifing skattbyrða. Þó allt innan marka hóflegra skattahækkana, sem óhjákvæmilegar voru til að mæta gríðarlegum herkostnaði við hrunið. Jóhanna og Steingrímur lýstu yfir að þessum markmiðum yrði einkum náð með þriggja þrepa skattkerfi, hækkun á fjármagnstekjuskatti með frítekjumarki fyrir lágar vaxtatekjur, og auðlegðarskatti á mestu eignir. Stjórnarandstaðan heldur því fram í síbylju að norræna velferðarstjórnin okkar hafi reynst sama ójafnaðarstjórn og hinar fyrri. Því fer fjarri. Nú höfum við loksins gögn sem sýna að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar flytur verulegar byrðar af sköttum frá lágtekjufólki og millistéttinni yfir á þá ríkustu í samfélaginu sem hafa sterkari bök. Þetta má sjá svart á hvítu í tölum sem fjármálaráðherra hefur látið vinna um þróun skattbyrði hjóna og sambúðarfólks. Þau eru byggð á tölulegum upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra um álagningu skatta á miðju þessu ári á tekjur ársins 2010 og á eignir í lok þess. Þá voru ofangreindar skattaaðgerðir komnar til framkvæmda og því unnt að mæla árangurinn. Millistétt og lágtekjufólk njótaNiðurstaða mælingarinnar er mjög skýr. Í anda norræna módelsins hefur verulegur tilflutningur á skattbyrði átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk: 1. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiðir nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta þ.m.t. fjármagnstekjuskatt en þau gerðu árið 2008. Að hækkun bóta meðtalinni er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall í skatt um 37.000. 2. 65% hjóna greiða engan eða innan við 1% fjármagnstekjuskatt og 77% hjóna greiða nú lægri fjármagnstekjuskatt en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti, sem áður var. 3. Auðlegðarskattur er að jafnaði um 0,8% heildartekna hjóna. 75% skattsins greiða 15% tekjuhæstu hjónin og yfir 50% auðlegðarskatts eru greidd af þeim efstu tveimur prósentunum í samfélaginu sem hæstar tekjur hafa. 4. Vegna breytts fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts er skatthlutfall í efsta hluta tekjuskalans ekki lengur lægra en í neðri hlutum hans svo sem áður var. Breiðu bökin bera meira. 5. Skatthlutföll, einnig að auðlegðarskatti meðtöldum, voru á árinu 2010 í öllum tekjubilum neðri hluta tekjuskalans lægri en þau voru á árinu 2008. Þeir sem hafa minna úr að spila, greiða nú lægri skatta en í loftbólugóðærinu. Sögulegur árangur ríkisstjórnarSamkvæmt þessum sögulegu tölum er ljóst að í fjármálaráðherratíð Steingríms undir öruggri stjórnarforystu Jóhönnu er búið að innleiða norræna módelið svo um munar í skattkerfi Íslendinga. Á aðeins tveimur árum hefur tekist að flytja þungar skattbyrðar af fólki í millistétt og lágtekjufólki yfir á þá sem hafa fjárhagslegan hrygg til að bera þyngri byrðar. Hátekjufólkið og stóreignaliðið á ekki að njóta skjóls af ranglátri ójafnaðarstefnu skattkerfis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það á að leggja sinn réttláta skerf til uppbyggingar samfélagsins eins og aðrir þegnar. Þetta er þróunin víða um lönd þar sem þeir sem meira mega sín hafa stigið fram og beinlínis spurt af hverju þeir njóti sérstakra skattfríðinda, sbr. fræg ummæli auðmannsins Warrens Buffet í Bandaríkjunum. Undir forystu Jóhönnu og Steingríms hefur skattkerfið verið notað eins og áveita til að dreifa og jafna tekjum samfélagsins til þeirra sem þurfa, frá þeim sem hafa meira en nóg. Þetta er norræna módelið. Þetta er íslensk jafnaðarstefna. Þessi árangur í jöfnun gegnum skattkerfið er ótvíræður sigur fyrir jafnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar