Vistvænni byggð! Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun