Það geta ekki allir lesið þetta 27. október 2011 06:00 Sú staðreynd að 23% drengja og 9% stúlkna geti ekki lesið sér til gagns 15 ára sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf í lestrarkennslu á Íslandi. Sá sem getur ekki lesið sér til gagns stendur illa að vígi í langflestum námsgreinum. Skýrsla um námsárangur drengja sem starfshópur Reykjavíkurborgar vann leiddi í ljós grafalvarlega stöðu í lestrarkunnáttu íslenskra barna og unglinga. Tölurnar eru sláandi, sérstaklega þær sem sýna þann fjölda drengja sem getur ekki lesið sér til gagns. Þótt undarlegt megi virðast eru þessar niðurstöður ekki nýjar af nálinni. Þessi mikli munur hefur verið til staðar frá fyrstu PISAkönnuninni árið 2000. Það gengur því ekki lengur að skýra út stöðuna með afsökunum á borð við að árgangar séu ólíkir eða að skólakerfið hafi verið í breytingaferli. Það er kominn tími til að bretta upp ermar og hækka hlutfall unglinga sem geta lesið sér til gagns og ánægju, eins og aðalnámskrá kveður á um. Verkefni yfirvaldaRáðuneyti menntamála er æðsta stjórn menntamála. Í 10 ár hafa legið fyrir greiningar um lestrarvandann, sem er vafalítið undirrót mikils brottfalls í framhaldsskólum og ýmissa félagslegra vandamála. Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að ráðuneytið hefði „óskað eftir því við Námsmatsstofnun að fá sambærilega greiningu unna fyrir alla grunnskóla í landinu“. Þetta er óþarfi enda tími greininga löngu liðinn. Staðan liggur fyrir. Ráðuneytið verður að setja af stað markvissar aðgerðir til að fjölga verulega unglingum sem lesa sér til gagns, aðgerðir sem eru mælanlegar, vel skilgreindar og auðframkvæmanlegar í stað fleiri umræðufunda eða óskýrra skilaboða. Slíkar aðgerðir eru til og hafa skilað árangri. Næst skal nefna sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur samþykkt allar tíu tillögur starfshópsins. Tillögurnar miða m.a. að markvissari eftirfylgni barna sem sem glíma við lestrarerfiðleika. Í dag eru mælingar í 2., 4., 7., og 10. bekk ekki nýttar til að tryggja að börn sem mælast slök í lestri nái sér upp úr hjólförunum. Hægt er að sjá strax í öðrum bekk hverjir þurfa aðstoð, en með inngripum þarf að tryggja að þeir hafi bætt sig í fjórða bekk og geti í síðasta lagi lesið sér til gagns í sjöunda bekk. Einnig var samþykkt að búa til fyrirlestra fyrir kennara á tölvutæku formi sem fjalla um tölvuheim ungmenna. Við verðum öll að skilja betur þann síbreytilega heim sem börnin okkar búa við og sækja fast í. Um 60-70% kennara telja sig þurfa mikla starfsþróun í færni í upplýsingatækni við kennslu en of lítil þekking á síbreytilegum tölvuheimi hefur áhrif á hugmyndir okkar um áhuga barna. Bókasöfn og bókakostur eru svo lykilþáttur í auknum árangri og ber að varast niðurskurð þar. Heldur ætti að hvetja börn til að heimsækja bókasöfnin, en 33% drengja og 67% stúlkna 18 ára og yngri eiga bókasafnsskírteini í Reykjavík. Verkefni skóla og foreldraAllir skólar í Reykjavík fá sérstaka kynjagreiningu á stöðu sinni út frá árangri. Þeir skólar sem dragast aftur úr geta með þessum upplýsingum breytt vinnubrögðum, fengið stuðning og bætt stöðu nemenda sinna út frá sinni stefnu. Skólar geta t.d. sett fleiri klukkustundir í lestur, unnið meira með hljóðfræði og aukið þjálfun líkt og Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði, bendir á. Að auki þarf skólafólk að ræða niðurstöður í samhengi við breytingar sl. ára frá stýrðum kennsluháttum í aukið uppgötvunarnám. Foreldrar eru mikilvægasti hlekkurinn í lífi og árangri barna sinna. Best er að lesa fyrir börnin, lesa með þeim, ræða um hvað þau lesa og vera góð fyrirmynd. Setja þarf markmið í lestri með börnunum og fá stuðning hjá kennurum um hvað sé raunhæft. Foreldrar verða að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna sinna. Mikilvægt er að gagnrýna ekki hvaða efni börn velja því ánægja af lestri er einn mikilvægasti áhrifaþátturinn í árangri. Andrés Önd, Skúli skelfir, íþróttasíður eða texti á netinu, allt dugar ef það vekur áhuga og hjálpar barni að kynnast töfraheimi bóka. Hafa þarf í huga að börn sem eiga erfitt með lestur bóka eiga erfitt með lestur alls texta, líka texta í tölvu. Ráðherra grípi boltannSem formaður starfshópsins skora ég á menntamálaráðherra að grípa boltann. Menntamálaráðherra verður að leiða sókn gegn lélegri lestrarkunnáttu. Lestrarkunnátta er algjört grundvallaratriði, illa læs einstaklingur á erfitt uppdráttar í námi og möguleikar hans á vinnumarkaði takmarkast. Við verðum að ráðast í skýrar aðgerðir með mælanlegum markmiðum sem fjölgar þeim sem lesa sér til gagns og ánægju. Mikilvægast af öllu er að umræðan sofni ekki, eina ferðina enn, og að við vöknum ekki við næstu skýrslu sem sýnir óbreytta eða versnandi stöðu. Sýnum í verki að við viljum áfram vera í fremstu röð sem bókmenntaþjóð þar sem slagorð um læsi Íslendinga eru ekki einungis orðin tóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staðreynd að 23% drengja og 9% stúlkna geti ekki lesið sér til gagns 15 ára sýnir svo ekki verður um villst að aðgerða er þörf í lestrarkennslu á Íslandi. Sá sem getur ekki lesið sér til gagns stendur illa að vígi í langflestum námsgreinum. Skýrsla um námsárangur drengja sem starfshópur Reykjavíkurborgar vann leiddi í ljós grafalvarlega stöðu í lestrarkunnáttu íslenskra barna og unglinga. Tölurnar eru sláandi, sérstaklega þær sem sýna þann fjölda drengja sem getur ekki lesið sér til gagns. Þótt undarlegt megi virðast eru þessar niðurstöður ekki nýjar af nálinni. Þessi mikli munur hefur verið til staðar frá fyrstu PISAkönnuninni árið 2000. Það gengur því ekki lengur að skýra út stöðuna með afsökunum á borð við að árgangar séu ólíkir eða að skólakerfið hafi verið í breytingaferli. Það er kominn tími til að bretta upp ermar og hækka hlutfall unglinga sem geta lesið sér til gagns og ánægju, eins og aðalnámskrá kveður á um. Verkefni yfirvaldaRáðuneyti menntamála er æðsta stjórn menntamála. Í 10 ár hafa legið fyrir greiningar um lestrarvandann, sem er vafalítið undirrót mikils brottfalls í framhaldsskólum og ýmissa félagslegra vandamála. Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að ráðuneytið hefði „óskað eftir því við Námsmatsstofnun að fá sambærilega greiningu unna fyrir alla grunnskóla í landinu“. Þetta er óþarfi enda tími greininga löngu liðinn. Staðan liggur fyrir. Ráðuneytið verður að setja af stað markvissar aðgerðir til að fjölga verulega unglingum sem lesa sér til gagns, aðgerðir sem eru mælanlegar, vel skilgreindar og auðframkvæmanlegar í stað fleiri umræðufunda eða óskýrra skilaboða. Slíkar aðgerðir eru til og hafa skilað árangri. Næst skal nefna sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur samþykkt allar tíu tillögur starfshópsins. Tillögurnar miða m.a. að markvissari eftirfylgni barna sem sem glíma við lestrarerfiðleika. Í dag eru mælingar í 2., 4., 7., og 10. bekk ekki nýttar til að tryggja að börn sem mælast slök í lestri nái sér upp úr hjólförunum. Hægt er að sjá strax í öðrum bekk hverjir þurfa aðstoð, en með inngripum þarf að tryggja að þeir hafi bætt sig í fjórða bekk og geti í síðasta lagi lesið sér til gagns í sjöunda bekk. Einnig var samþykkt að búa til fyrirlestra fyrir kennara á tölvutæku formi sem fjalla um tölvuheim ungmenna. Við verðum öll að skilja betur þann síbreytilega heim sem börnin okkar búa við og sækja fast í. Um 60-70% kennara telja sig þurfa mikla starfsþróun í færni í upplýsingatækni við kennslu en of lítil þekking á síbreytilegum tölvuheimi hefur áhrif á hugmyndir okkar um áhuga barna. Bókasöfn og bókakostur eru svo lykilþáttur í auknum árangri og ber að varast niðurskurð þar. Heldur ætti að hvetja börn til að heimsækja bókasöfnin, en 33% drengja og 67% stúlkna 18 ára og yngri eiga bókasafnsskírteini í Reykjavík. Verkefni skóla og foreldraAllir skólar í Reykjavík fá sérstaka kynjagreiningu á stöðu sinni út frá árangri. Þeir skólar sem dragast aftur úr geta með þessum upplýsingum breytt vinnubrögðum, fengið stuðning og bætt stöðu nemenda sinna út frá sinni stefnu. Skólar geta t.d. sett fleiri klukkustundir í lestur, unnið meira með hljóðfræði og aukið þjálfun líkt og Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði, bendir á. Að auki þarf skólafólk að ræða niðurstöður í samhengi við breytingar sl. ára frá stýrðum kennsluháttum í aukið uppgötvunarnám. Foreldrar eru mikilvægasti hlekkurinn í lífi og árangri barna sinna. Best er að lesa fyrir börnin, lesa með þeim, ræða um hvað þau lesa og vera góð fyrirmynd. Setja þarf markmið í lestri með börnunum og fá stuðning hjá kennurum um hvað sé raunhæft. Foreldrar verða að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna sinna. Mikilvægt er að gagnrýna ekki hvaða efni börn velja því ánægja af lestri er einn mikilvægasti áhrifaþátturinn í árangri. Andrés Önd, Skúli skelfir, íþróttasíður eða texti á netinu, allt dugar ef það vekur áhuga og hjálpar barni að kynnast töfraheimi bóka. Hafa þarf í huga að börn sem eiga erfitt með lestur bóka eiga erfitt með lestur alls texta, líka texta í tölvu. Ráðherra grípi boltannSem formaður starfshópsins skora ég á menntamálaráðherra að grípa boltann. Menntamálaráðherra verður að leiða sókn gegn lélegri lestrarkunnáttu. Lestrarkunnátta er algjört grundvallaratriði, illa læs einstaklingur á erfitt uppdráttar í námi og möguleikar hans á vinnumarkaði takmarkast. Við verðum að ráðast í skýrar aðgerðir með mælanlegum markmiðum sem fjölgar þeim sem lesa sér til gagns og ánægju. Mikilvægast af öllu er að umræðan sofni ekki, eina ferðina enn, og að við vöknum ekki við næstu skýrslu sem sýnir óbreytta eða versnandi stöðu. Sýnum í verki að við viljum áfram vera í fremstu röð sem bókmenntaþjóð þar sem slagorð um læsi Íslendinga eru ekki einungis orðin tóm.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun