Réttur barna til vímulauss uppeldis 28. október 2011 06:00 Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun