Hvað er líknarmeðferð? 29. október 2011 06:00 Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun