Ferðafrelsi Snorri Baldursson skrifar 29. október 2011 06:00 Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun