Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 06:30 Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira