Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 06:30 Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Leik lokið: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Leik lokið: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira