Skammast sín fyrir You´ll Never Walk Alone tattúið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 08:00 Bjarki Már Elísson sést hér á sinni fyrstu A-landsliðsæfingu í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Hér er hann með hornamönnunum Þóri Ólafssyni og Alexander Peterssyni. Mynd/Stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira