Umrót í Evrópu Einar Benediktsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun