Jafnvægi í náttúrunni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar