Heildstæð orkustefna Katrín Júlíusdóttir skrifar 7. nóvember 2011 07:00 Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun