
Fjarar undan litlum gjaldmiðlum
Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið.
Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli.
Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans.
Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Skoðun

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar