Verum vinir Eðvald Einar Stefánsson skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða. Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd. Einelti getur bæði verið orsök og afleiðing ýmissa vandamála en með því að bæta brag skólans sem og samfélagsins í heild og leggja áherslu á vináttu og kærleika fyrir náunganum er hægt að vinna gegn einelti og vinaleysi og bæta líðan almennt. Undanfarnar vikur og mánuði hefur umboðsmaður barna farið í grunnskóla landsins og vakið athygli á mikilvægi vináttu og samkenndar. Virðing fyrir mannhelgi og samlíðan eru hlutir sem allir ættu að tileinka sér. Ábyrgð foreldra skiptir vissulega miklu máli þegar kemur að því að kenna börnum þessar dyggðir en það er einnig mikilvægt að samfélagið í heild sinni leggi sitt af mörkum til að þjálfa jákvæð samskipti og að fullorðnir veri börnum góðar fyrirmyndir. Það er einnig mikilvægt að brýna fyrir börnum að þau gæti þess að taka ekki þátt í því að koma illa fram við aðra og að þau láti vita þegar eitthvað er gert eða sagt sem skaðar eða særir einhvern. Það er auðvitað aldrei hægt að gera þá kröfu um að allir verði bestu vinir en bara það eitt að geta sýnt það að við berum virðingu fyrir hvert öðru getur haft mikil áhrif. Að heilsa einhverjum sem er oft einn getur verið nóg til að bjarga deginum fyrir viðkomandi. Með því að koma fram við aðra af virðingu og samkennd og umfram allt að tala ekki niðrandi um annað fólk verðum við að betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Þannig getum við stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar