„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“ 9. nóvember 2011 06:00 Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Smári McCarthy Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun