Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Gísli Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanni Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælendur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreytileiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum bandaríkjadala (ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mótvægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiskistofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngumöguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verkfræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarfsemi að leggja það á Landsvirkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta áratugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangurinn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á gönguslóð fiska.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun