Skuldastaða Reykjanesbæjar Guðbrandur Einarsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar