Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Nani og Sir Alex Ferguson voru léttir á blaðamannafundi. Mynd/Nordicphotos/Getty Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld. Manchester City hefur unnið alla 9 leiki sína síðan Carlos Tevez-málið kom upp í München í lok september og liðið er komið upp í annað sætið í sínum riðli eftir tvo sigra á Villarreal. Verkefni kvöldsins verður ekki af auðveldara taginu því Napoli hefur ekki tapað á heimavelli í tíu Evrópuleikjum í röð. Napoli næði eins stigs forskoti á City með sigri og Ítalirnir mæta síðan Villarreal í lokaumferðinni á sama tíma og City tekur á móti Bayern München. „Við eigum góða möguleika af því að við erum í öðru sæti en þetta verður mjög erfiður leikur í Napoli. Þetta er síðasti möguleiki Napoli-liðsins og við verðum að spila vel til að sjá til þess að við förum áfram,“ sagði Robert Mancini, stjóri Manchester City, en sigur tryggir City sæti í 16 liða úrslitunum. Bayern tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum með því að ná í stig á móti Villarreal en Real Madrid, AC Milan og Barcelona eru öll komin áfram. Manchester United hefur unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum án þess að fá á sig mark eða alla leiki síðan liðið steinlá á heimavelli á móti City. Liðið er á toppnum í C-riðli en það er mikil spenna í riðlinum og sigurvegari kvöldsins fer langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum. Tapi United í kvöld bíður liðsins úrslitaleikur á útivelli á móti Basel í síðustu umferð. Wayne Rooney tók ekki þátt í æfingu United í gær. „Wayne Rooney fékk nokkur högg í leiknum á laugardaginn og æfði ekki í dag en hann ætti að vera í lagi á morgun,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Þetta er stór leikur og alvöru Evrópuleikur þegar við lítum á sögu þessara liða. Bæði lið þurfa að vinna þannig að þetta ætti að vera opinn leikur,“ sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira