Pistillinn: Liðsfélaginn Hlynur Bæringsson skrifar 26. nóvember 2011 06:00 Hlynur Bæringsson með félögum sínum í Sundsvall. Mynd/Valli Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr. Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr.
Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga