Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg 26. nóvember 2011 17:00 Hallgrímur Helgson segir að góðar leikkonur geti skapað mikið af persónum, en Thalía-leikhúsið í Hamborg hyggst setja upp einleik byggðan á bók Hallgríms, Konan við 1000°. Fréttablaðið/Valli „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“