Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun