Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun