„Æ, hann er bara skotinn í þér“ 1. desember 2011 06:00 Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun