Óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða? 1. desember 2011 11:00 Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vísindagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafasamar túlkanir á vísindaniðurstöðum, samsæriskenningar og endurtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggilegan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnaðinn. Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífverur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrirtæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í málflutningi Söndru og benda annaðhvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur? Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar grípur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rannsakað hafa erfðabreyttar lífverur, og jafnvel opinberar stofnanir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að stofnun „þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum. Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafnframt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjölmörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbúnaði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings. Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísindamanna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartilraunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa greinar þeirra verið yfirfarnar af óháðum aðilum (t.d. heimild 3 og heimasíða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófullnægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raunveruleg eitrunaráhrif af erfðabreytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í tilrauninni. Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreytinga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séralini o.fl. eða þurfa bara sumir vísindamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila? Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sannleikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá fullyrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatilfærslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins. Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niðurstöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu. (1) Séralini o.fl. 2007. Arch Environ Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528-533. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sandra B. Jónsdóttir birti í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. sína þriðju grein þar sem hún gerir að umfjöllunarefni erfðabreyttar lífverur. Ég hef séð mig knúinn til að svara greinum Söndru vegna misskilnings sem þar hefur gætt og endurtekinna rangtúlkana á niðurstöðum vísindagreina. Þessu kann Sandra illa og í þriðju grein sinni ber hún ekki aðeins enn og aftur á borð vafasamar túlkanir á vísindaniðurstöðum, samsæriskenningar og endurtekningar á fyrri rangfærslum heldur leitast hún nú einnig við að gera andmælanda sinn tortryggilegan í augum lesenda með því að ýja að tengslum við líftækniiðnaðinn. Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífverur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrirtæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í málflutningi Söndru og benda annaðhvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur? Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar grípur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rannsakað hafa erfðabreyttar lífverur, og jafnvel opinberar stofnanir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að stofnun „þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum. Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafnframt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjölmörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbúnaði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings. Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísindamanna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartilraunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa greinar þeirra verið yfirfarnar af óháðum aðilum (t.d. heimild 3 og heimasíða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófullnægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raunveruleg eitrunaráhrif af erfðabreytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í tilrauninni. Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreytinga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séralini o.fl. eða þurfa bara sumir vísindamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila? Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sannleikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá fullyrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatilfærslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins. Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niðurstöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu. (1) Séralini o.fl. 2007. Arch Environ Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528-533.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar