Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ 2. desember 2011 06:00 Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar