Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? 2. desember 2011 06:00 Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar