Auðlindanýting í anda LÍÚ Vilhelm Jónsson skrifar 2. desember 2011 06:00 Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar