Gangið hægt um gleðinnar dyr 13. desember 2011 06:00 Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar