Staðgöngumæðrun: fáeinar konur þurfa veglyndi samfélagsins Reynir Tómas Geirsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun