Skúli 300! Ófeigur Sigurðsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar