Sköpum samstöðu 16. desember 2011 06:00 Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun