Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2011 07:30 Aron hefur komið skikki á leik Haukaliðsins á nýjan leik og það mætir Íslandsmeisturum FH í stórleik í kvöld. fréttablaðið/hag Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég." Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég."
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira